Hoppa yfir valmynd
Tungumál EN
Heim

Stefnur, vottanir og gæðamál

LEIÐARLJÓS

  • PFS stuðlar að virkri samkeppni á öllum mörkuðum sem stofnunin þjónustar og opnar þar með slíka markaði fyrir tækninýjungum, gerir þá gagnsærri og eftirsóknarverðari til fjárfestinga.
  • Áhersla er á að tryggja fjölbreytt vöruframboð fyrir neytendur, aðgengi sé gott og öryggi þjónustunnar sé þannig að kerfi virki alltaf og almenningur geti á þau treyst.
  • Öryggis- og umhverfismál eru á Íslandi samofin hagkvæmni og skilvirkni í póst- og fjarskiptamálum og standast samanburð við það sem best gerist meðal nágrannaþjóða okkar.
  • Áhersla er lögð á að PFS hafi innan sinna raða sérfræðinga sem til er leitað vegna fagmennsku sinnar og þekkingar og að þeir njóti óskoraðs trausts meðal hagsmunaaðila hvort sem er hjá póst- og fjarskiptamörkuðum eða  stjórnvöldum.

GILDI
Gildi PFS ramma inn vinnu stofnunarinnar og eru starfsmönnum stuðningur í forgangsröðun og áherslum hvort sem það snýr að samskiptum innan og utan stofnunarinnar. Gildin eiga sér stoð í bæði hlutverki og framtíðarsýn þar sem þau eru hvatar sem styðja við framtíðarsýn.

Traust
PFS vinnur við eftirlit þar sem traust er lykilatriði í öllum samskiptum við hagsmunaaðila á markaðnum. Stofnunin verður að njóta trúnaðar og trausts til að geta sinnt hlutverki sínu sem óháður aðili á markaði. Birtingarform getur m.a. verið áreiðanleiki, geta til að standa við áætlanir og heilindi í meðförum viðkvæmra upplýsinga.

Fagmennska

Fagleg þjónusta á öllum sviðum skiptir miklu máli þannig að hagsmunaaðilar geti treyst því að unnið sé faglega á öllum sviðum starfseminnar, hvort sem er í greiningarvinnu, við mat á vafamálum eða í erlendum samskiptum fyrir hönd Íslands. Birtingarform fagmennsku er að  fagleg vinnubrögð standist rýni ytri aðila, staðfesta og myndugleiki, gott viðmót og jákvæðni í samskiptum við alla aðila.

Víðsýni
Þar sem PFS þarf að skoða mál út frá margvíslegum sjónarmiðum einstakra hagsmunaaðila er mikilvægt að starfsmenn stofnunarinnar hafi víðsýni til að bera og geti þannig sett sig í spor þeirra aðila sem málum tengjast. Einnig  þarf stofnunin að sýna frumkvæði við öflun upplýsinga og notkun þeirra í starfi sínu. Birtingarform víðsýni felst m.a. í aðkomu ólíkra fagsviða að myndun lausna, frumkvæði við öflun upplýsinga, fordómaleysi og opnum huga.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?