Hoppa yfir valmynd
Tungumál EN
Heim

Laus störf

Fagstjóri eftirlits með öryggi net- og upplýsingakerfa 

Póst- og fjarskiptastofnun er eftirlitsstofnun á fjarskiptamarkaði ásamt því að hafa veigamikið hlutverk á sviði net- og upplýsingaöryggis mikilvægra innviða hér á landi. Tækniþróun á sviði fjarskipta og veitingu þjónustu mikilvægra innviða endurspeglast í fjölbreyttum og krefjandi verkefnum innan stofnunarinnar þar sem ríkt samtal milli mismunandi sérfræðinga er lykilforsenda árangurs. 

Póst- og fjarskiptastofnun leitar að fagstjóra eftirlits með net- og upplýsingaöryggi á sviði fjarskipta, stafrænna grunnvirkja og stafrænnar þjónustu sem og ráðgjafar við eftirlit annarra eftirlitsstjórnvalda á mismunandi sviðum atvinnulífsins.

Helstu verkefni og ábyrgð: 

 • Ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd eftirlits á sviði net- og upplýsingaöryggis.
 • Leiðir faglega aðstoð stofnunarinnar við önnur eftirlitsstjórnvöld á grundvelli samhæfingarhlutverks stofnunarinnar.
 • Aðkoma að uppbyggingu á framkvæmd eftirlits mikilvægra innviða.
 • Samskipti við hagaðila, þ.m.t. stjórnvöld, eftirlitsskylda aðila varðandi uppbyggingu og framkvæmd eftirlits.
 • Þátttaka í innlendu og alþjóðlegu samstarfi á sviði net- og upplýsingaöryggis.
 • Ráðgjöf og upplýsingagjöf varðandi net- og upplýsingaöryggi af hálfu stofnunarinnar.

Menntunar- og hæfniskröfur: 

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. á sviði verk-, tækni- eða tölvunarfræði eða sambærilegu. 
 • Þekking á stöðlum á sviði stjórnskipulags upplýsingaöryggis, þ.m.t. ISO-27001 er skilyrði. 
 • Reynsla á sviði gæða- og stjórnkerfi upplýsingaöryggis, áhættustjórnun og gerð verkferla.
 • Góð hæfni í samskiptum og skipulögð nálgun.
 • Álagsþol og ögun í vinnubrögðum. 

Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.  
 
Um er að ræða spennandi starf í nýjum og vaxandi málaflokki innan stofnunarinnar á sviði net- og upplýsingaöryggis stafrænnar þróunar, þ.m.t. framtíðar fjarskiptaneta og kerfa mikilvægra innviða hér á landi.
 
Umsóknarfrestur um starfið er til og með 6. apríl 2021.  Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsækjandi þarf að gangast undir og standast bakgrunnsskoðun og öryggisvottun ríkislögreglustjóra. 
Umsjón með starfinu hafa Jensína Kristín Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is). 

Póst- og fjarskiptastofnun lítur svo á að umsókn gildi í 6 mánuði frá dagsetningu hennar, nema umsækjandi ákveði umsókninni skemmri gildistíma.  

 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?