Hoppa yfir valmynd

Nýjar reglur nr. 617/2010 um númera- og þjónustuflutning í almennum fjarskiptanetum

Tungumál EN
Heim
27. júlí 2010

 

Með birtingu í stjórnartíðindum þann 22. júlí s.l. hafa tekið gildi endurskoðaðar reglur nr. 617/2010 um númera- og þjónustuflutning í almennum fjarskiptanetum. Meginmarkmið breytinganna var að auka skilvirkni og hraða við framkvæmd númeraflutnings, m.a. í samræmi við kröfur tilskipunar Evrópuþingsins og Ráðsins nr. 2009/136/EB um breytingu á tilskipun nr. 2002/22/EB um alþjónustu og réttindi notenda að því er varðar rafræn fjarskiptanet og -þjónustu. Við endurskoðun reglnanna horfði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) einnig til breytinga sem eru til þess fallnar að skýra réttindi neytenda og réttindi og skyldur fjarskiptafyrirtækja varðandi framkvæmd númera- og þjónustuflutnings og afmarka nánar eftirlitsúrræði PFS. Helstu nýmæli reglnanna eru eftirfarandi:

  • Afgreiðslutími flutningsbeiðna í far- og talsímanetum verður að meginreglu til einn virkur dagur. Áfram mun gilda undantekningarregla varðandi talsímanetið við tilteknar aðstæður.
  • Formskilyrði sett fyrir rétthafabreytingum á númerum.
  • Upplýsingaskylda fjarskiptafyrirtækja til neytenda um framkvæmd flutnings.
  • Ítarlegra ákvæði um upplýsingaskyldu fjarskiptafyrirtækja til PFS, t.d. um skil á gögnum á stöðluðu formi, sem einnig nær til Hins íslenska númerafélags ehf. (HÍN).
  • Heimild til að synja um númeraflutning vegna vanskila, nema um sé að ræða notanda á einstaklingsmarkaði.
  • Rýmra svigrúm fjarskiptafyrirtækja til að hafa samband við fráfarandi viðskiptavini sína í númeraflutningsferli eftir að tiltekin takmörkun þar að lútandi var felld brott.

Reglurnar eru birtar í Stjórnartíðindum.

Skýringar sem fylgdu reglubreytingunum í samráðsferli við markaðsaðila þann 30. mars sl.

 

Til baka