Hoppa yfir valmynd

Frestun á skilum umsagna um viðmiðunartilboð um samtengingu

Tungumál EN
Heim
1. desember 2005

Þann 3. nóvember sl. sendi Póst- og fjarskiptastofnun fjarskiptafyrirtækjum til umsagnar nýtt viðmiðunartilboð Landssíma Íslands hf. um samtengingu talsímaneta dags. 26. október sl. Skilafrestur athugasemda var til 3. desember nk.

Þann 30. nóvember sl. tilkynnti Landssíminn með tölvupósti til Póst- og fjarskiptastofnunar að ný útgáfa af tilboðinu hefði verið póstsend til stofnunarinnar. Sú sending barst PFS síðdegis 1. desember. Í ljósi þessara atburða telur Póst- og fjarskiptastofnun rétt að fresta skilum á athugasemdum. Stofnunin mun taka afstöðu til þess hvernig tekið verður á þessu máli þegar gögnin hafa verið yfirfarin. Ljóst er þó að framlengja þarf skilafrest athugasemda og er umsagnaraðilum ráðlagt að vinna ekki frekar í umsögnum um tilboðið frá 26. október.

Póst- og fjarskiptastofnun harmar það að vinna við umsagnir um tilboðið skuli vera sett í uppnám með þessum hætti. Stofnunin mun tilkynna fljótlega hvernig staðið verður að framhaldi umsagnarferlisins.

Til baka