Hoppa yfir valmynd

Útboðsauglýsing

Tungumál EN
Heim
5. apríl 2006

Útgáfa tíðniheimilda fyrir háhraða aðgangsnet á 3,5 og 10 GHz
Með vísan til 9. gr., sbr. og 11. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 auglýsir Póst- og fjarskiptastofnun eftir umsóknum um heimild til notkunar á tíðnum fyrir háhraða aðgangsnet á 3,5 GHz og 10 GHz. Umrædd tíðnisvið eru m.a. ætluð fastasamböndum svo sem milli móðurstöðva og fastra radíóstöðva notenda þar sem þau mynda þráðlaust aðgangsnet sem kemur í stað heimtauga í jörðu. Gert er ráð fyrir að gagnaflutningsþjónusta sem veitt verður notendum verði  með hraða sem er sambærilegur við aðgangsnet sem nota hefðbundnar koparheimtaugar í jörðu, t.d. ADSL.

Sérhver úthlutun mun fela í sér heimild til notkunar á 28 MHz (2 x 14 MHz) bandbreidd. Að uppfylltum vissum skilyrðum má þó veita heimild til notkunar á 14 MHz (2 x 7 MHz) til viðbótar án auglýsingar.

Afhenda skal umsóknir í afgreiðslu Póst- og fjarskiptastofnunar bæði á pappírs- og tölvutæku formi. Með hverri umsókn skal fylgja greiðsla að upphæð kr. 70.000.
Nánari upplýsingar og skilmála er að finna í útboðslýsingu - (pdf-snið).
Útboðslýsing í word-skjali

Einnig má fá útboðslýsingu á skrifstofu Póst- og fjarskiptastofnunar, Suðurlandsbraut 4, Reykjavík.

Tilboðsfrestur er til 15. maí  2006, kl. 16:00.

Til baka