Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði: Útnefning Neyðarlínunnar ohf. með skyldu til að veita talsímaþjónustu á sviði neyðarþjónustu og svörun neyðarsímtala

Tungumál EN
Heim
7. september 2009

Póst- og fjarskiptastofnun er ábyrg fyrir eftirliti með fjarskiptamarkaðinum hér á landi í samræmi við lög um fjarskipti nr. 81/2003 og lög um Póst- og fjarskiptastofnun nr. 69/2003. Eitt af verkefnum stofnunarinnar er að ákvarða umfang alþjónustu í fjarskiptum hér á landi og ákveða hvaða fjarskiptafyrirtæki skuli bera skylda til að veita alþjónustu hér á landi, sbr. VI. kafli fjarskiptalaga.

Eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa haft alþjónustuskyldur er Neyðarlínan ohf., sem hefur skyldu til að veita talsímaþjónustu á sviði neyðarþjónustu og svörun neyðarsímtala.

Rekstrarleyfi Neyðarlínunnar rennur út þann 6. október nk.  Af því leiðir að nauðsynlegt er að útnefna aðila með skyldu til að veita talsímaþjónustu á svið neyðarþjónustu og svörun neyðarsímtala. Í samráðsskjalinu sem hér er birt er það skoðun PFS að núverandi skyldum Neyðarlínunnar ohf. verði viðhaldið.

Hagsmunaðilum er hér með gefinn kostur á að koma að athugasemdum við fyrirhugaða útnefningu Neyðarlínunnar ohf. með skyldu til að veita alþjónustu vegna aðgangs að neyðarþjónustu og svörun neyðarsímtala (neyðarsvörun).

Frestur til að koma að athugasemdum er til 21. september nk.

Óskað er eftir að umsagnir, athugasemdir og/eða ábendingar verði sendar á rafrænu formi á netfangið fridrik(hjá)pfs.is, en jafnframt er óskað eftir að stofnunin fái send frumrit til skráningar.

Sjá Samráðsskjal (PDF)

 

 

Til baka