Hoppa yfir valmynd

PFS gerir Íslandspósti að fresta hækkunum á gjaldskrá fyrir 51 – 2000 gr. póstsendingar.

Tungumál EN
Heim
25. mars 2013

Með bráðabirgðaákvörðun sinni nr. 3/2013 hefur Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) frestað gildistöku fyrirhugaðrar hækkunar Íslandspósts á gjaldskrá fyrir sendingar í þyngdarflokknum 51 – 2000 gr.

Er ákvörðunin tekin í framhaldi af kvörtun Árvakurs til stofnunarinnar vegna hækkunarinnar.

Það er niðurstaða stofnunarinnar að Íslandspóstur hafi ekki gert fullnægjandi grein fyrir þeim forsendum sem breytingarnar byggjast á og að uppbygging nýrrar gjaldskrár og afsláttarkjara hafi ekki verið í samræmi við þær forsendur sem settar voru með ákvörðun PFS nr. 16/2012.  Gildistöku breytinganna er því frestað

 

Sjá ákvörðunina í heild:
Ákvörðun PFS nr. 3/2013 um bráðabirgðaákvörðun vegna kvörtunar Árvakurs hf. vegna fyrirhugaðra breytinga Íslandspósts á gjaldskrá í þyngdarflokknum 51- 2000 gr.

 

 

Til baka