Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákvarðað til bráðabirgða að Orkuveitu Reykjavíkur sé óheimilt að bera fyrir sig ákvæði um einkarétt sér til handa til fjarskiptalagna í landi Kross, Innri-Akraneshreppi. Þetta er gert með vísan til heimildar í 11. gr. laga nr. 69/2003, um Póst- og fjarskiptastofnun. Í ávörðunarorðum 28. febrúar 2006 segir: Orkuveitu Reykjavíkur er óheimilt að bera fyrir sig ákvæði um einkarétt sér til handa til fjarskiptalagna í landi Kross, Innri-Akraneshreppi, í samningi, dags. 10. febrúar 2005, milli Orkuveitu Reykjavíkur, Innri-Akraneshrepps og Stafna á milli ehf. Sjá bráðabirgðarákvörðunina í heild sinni (pdf)
Orkuveita Reykjavíkur skal heimila Símanum hf. að samnýta skurði þá sem lagðir verða um umrætt land með atbeina Orkuveitu Reykjavíkur.Ákvörðun þessi tekur gildi frá dagsetningu ákvörðunar.Ákvörðun þessi er kæranleg til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála, sbr. 13. gr. laga nr. 69/2003, um Póst- og fjarskiptastofnun. Kæran skal berast úrskurðarnefnd innan fjögurra vikna frá því viðkomandi varð kunnugt um ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar.
6. mars 2006