Hoppa yfir valmynd

Fyrirhuguð úthlutun PFS á tíðninni FM106,1 MHz

Tungumál EN
Heim

Fyrirhuguð úthlutun PFS á tíðninni FM106,1 MHz

31. janúar 2011

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur móttekið umsókn fyrirtækisins Lýðræðishreyfingarinnar um tíðniheimild  vegna reksturs útvarpsstöðvarinnar Lýðvarpsins á tíðninni FM106,1 MHz. Tíðnin hefur verið í notkun fyrir leiðsöguþjónustu á Suðurlandi og hefur það leyfi verið afturkallað frá og með 31. Janúar 2011. Gert er ráð fyrir að hún verði til ráðstöfunar fyrir FM útvarp Lýðvarpsins frá og með 25. febrúar 2011.

Miðað er við staðsetningu sendis á Skarðsmýrarfjalli. Í samræmi við vinnureglur stofnunarinnar hefur verið lagt mat á staðsetningu sendis út frá truflanahættu, sendistyrk og mögulegri geislunarhættu. Allir þessir þættir eru innan viðmiðunarmarka. PFS hefur því í hyggju að veita leyfið til Lýðræðishreyfingarinnar.

Stofnunin bendir á að enn er nokkuð af lausum tíðnum fyrir FM útvarpssendingar á höfuðborgarsvæðinu, en erfitt er að gefa út tæmandi lista yfir hvaða tíðnir það eru þar sem það ræðst m.a. af staðsetningu sendis og sendistyrk.

Hafi hagsmunaaðilar eitthvað við úthlutunina að athuga gefst kostur á að senda athugasemdir til Póst- og fjarskiptastofnunar fyrir 14. febrúar 2011. Athugasemdir skal senda forstöðumanni tæknideildar PFS á netfangið thorleifur(hjá)pfs.is.

 

 

Til baka