Hoppa yfir valmynd

Samráð við ESA um verðhækkanir hjá Mílu á koparheimtaugum og leigulínum

Tungumál EN
Heim
26. júní 2013

Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að tveimur ákvörðunum um verðhækkanir hjá Mílu til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Annars vegar er um að ræða drög að ákvörðun varðandi endurskoðun á gjaldskrá koparheimtauga Mílu, sem gerir ráð fyrir 8,6% hækkun þeirra. Gert er ráð fyrir að verð fyrir fullan aðgang að heimtaug verði 1.386 kr. á mánuði. Hins vegar er um að ræða drög að ákvörðun varðandi breytingu Mílu á gjaldskrá fyrir lúkningarhluta leigulína, sem gerir ráð fyrir smávægilegum verðhækkunum sem stafa af framangreindum hækkunum sem fyrirhugaðar eru á koparheimtaugum. Gert er ráð fyrir að umræddar verðhækkanir Mílu taki gildi þann 1. ágúst nk.  

PFS efndi nýverið til samráðs við markaðsaðila um hinar fyrirhuguðu ákvarðanir en engar athugasemdir bárust. Drög að umræddum ákvörðunum eru nú sendar til ESA og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu til samráðs með vísan til 7. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun og 7. gr. rammatilskipunar ESB nr. 2002/21/EB. Umræddir aðilar hafa einn mánuð til að setja fram athugasemdir við ákvörðunardrögin. Eftir það getur PFS formlega tekið ákvörðun nema fram komi óskir frá ESA um að PFS dragi ákvörðunardrögin til baka.

Sjá nánar hér á vefnum:
Upplýsingar og skjöl varðandi samráð við ESA vegna markaða 4 og 6 (áður 11 og 13)

 

 

 

Til baka