Hoppa yfir valmynd

Samráð við ESA um breytingar Símans á viðmiðunartilboði um samtengingu (RIO)

Tungumál EN
Heim
27. júní 2013

Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun um breytingar á viðmiðunartilboði Símans um samtengingu talsímaneta (RIO) til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Um er að ræða smávægilegar breytingar sem fyrst og fremst varða þjónustuleiðina „Fast forval – einn reikningur“ eða FFER.    

PFS efndi nýverið til samráðs við markaðsaðila um hina fyrirhuguðu ákvörðun. Aðeins bárust athugasemdir frá Fjarskiptum hf. (Vodafone) en athugasemdir félagsins snéru þó ekki beint að þeim breytingum sem Síminn óskaði eftir og því hafa ekki verið gerðar breytingar á drögunum. Drög að umræddri ákvörðun er nú send til ESA og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu til samráðs með vísan til 7. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun og 7. gr. rammatilskipunar ESB nr. 2002/21/EB. Umræddir aðilar hafa einn mánuð til að setja fram athugasemdir við ákvörðunardrögin. Eftir það getur PFS formlega tekið ákvörðun nema fram komi óskir frá ESA um að PFS dragi ákvörðunardrögin til baka.

Sjá nánar hér á vefnum:
Upplýsingar og skjöl varðandi samráð við ESA um breytingar Símans á viðmiðunartilboði um samtengingu talsímaneta (RIO)

 

 

Til baka