Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) birtir nú tvær ákvarðanir sínar í framhaldi af markaðsgreiningu á smásölumörkuðum fyrir aðgang að fasta talsímanetinu annars vegar og á smásölumörkuðum fyrir almenna talsímaþjónustu á fastaneti hins vegar. Markaðir þessir voru áður greindir með ákvörðun PFS nr. 30/2008 þar sem Síminn var útnefndur með umtalsverðan markaðsstyrk á öllum mörkuðum. Talsverð breyting hefur nú orðið á markaðshlutdeild fyrirtækja á þessum mörkuðum. Þrátt fyrir það er Síminn ennþá talinn hafa umtalsverðan markaðsstyrk á smásölumarkaði fyrir aðgang að talsímanetinu (markaði 1) en í ákvörðun PFS um markaði 3 - 6, smásölumörkuðum fyrir talsímaþjónustu, er Síminn ekki lengur talinn hafa umtalsverðan markaðsstyrk.
Sjá ítarlegri upplýsingar og ákvarðanir PFS nr. 8/2013 (markaður 1) og nr. 9/2013 (markaðir 3-6)
Sjá einnig upplýsingar um markaðsgreiningu hér á vefnum
Til baka