Hoppa yfir valmynd

Samráðsfrestur framlengdur vegna markaðsgreininga á mörkuðum 4 og 5

Tungumál EN
Heim
4. apríl 2013

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur ákveðið að framlengja skilafrest á athugasemdum vegna samráðs við hagsmunaaðila um markaðsgreiningar á heildsölumörkuðum fyrir aðgang að föstum aðgangsnetum og breiðbandsaðgang.  Samráðið var auglýst á vef stofnunarinnar þann 7. mars sl. og var frestur til að skila athugasemdum gefinn til 18. apríl nk.

Skilafresturinn hefur nú verið framlengdur til og með 2. maí nk. Ekki verður veittur frekari frestur.

Sjá nánar um samráðið í tilkynningu hér á vefnum frá 7. mars sl.

 

Til baka