Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði vegna breytinga á viðmiðunartilboðum Símans um aðgang að talsímakerfi félagsins

Tungumál EN
Heim
28. júní 2013

Þann 26. júní sl. óskaði Síminn eftir samþykki Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) fyrir tilteknum breytingum á viðmiðunartilboði félagsins um samtengingu talsímaneta (RIO) og viðmiðunartilboði um endursöluaðgang að talsímaneti félagsins.

Þær breytingar sem Síminn óskar eftir á báðum viðmiðunartilboðunum eru neðangreindar verðskrárbreytingar í viðaukum 1 í viðmiðunartilboðunum, sem Síminn segir tilkomnar vegna hækkunar á heimtaugarleigugjaldskrá Mílu sem áformað er að taki gildi frá 1. ágúst nk.  

Þar sem viðmiðunartilboð Símans um endursöluaðgang frá september 2012 hefur ekki farið í samráð áður gefst hagsmunaaðilum kostur á að gera athugasemdir við öll þau atriði sem þeir telja að betur mættu fara, án tillits til þess hvort Síminn og/eða PFS hafa gert athugasemdir við þau.

PFS óskar eftir viðbrögðum fjarskiptafyrirtækja og annarra hagsmunaaðila við ofangreindum fyrirætlunum Símans og ennfremur þeim breytingum sem PFS hyggst mæla fyrir um. Breytingartillögur Símans má sjá í skjölunum sjálfum hér að neðan:

Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til og með 9. ágúst 2013. Umsagnir skal senda til Huldu Ástþórsdóttur (hulda(hjá)pfs.is)

Sjá nánari upplýsingar og samráðsskjöl

 

Til baka