Hoppa yfir valmynd

Gæðakönnun Íslandspósts á dreifingu magnpósts

Tungumál EN
Heim

Gæðakönnun Íslandspósts á dreifingu magnpósts

21. júní 2012

Með ákvörðun PFS nr. 16/2011 var lagt fyrir Íslandspóst að gera mælingar á gæðum þjónustu í tengslum við dreifingu á svokölluðum magnpósti sem fellur undir afsláttarkjör stórnotenda. Miðað var við að a.m.k. 85% af magnpósti skyldu berast til viðtakenda innan þriggja daga frá póstlagningu.

Íslandspóstur hefur fengið Capacent til að gera þessar mælingar fyrir sig.  Tölurnar sýna að það náðist að dreifa 97% B pósts innan þriggja daga á síðasta ársfjórðungi 2011 og 99% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs.

 

Gæði B póstur Q4 2011-Q1 2012

 

 

 

Til baka