Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði við hagsmunaaðila um viðmiðunartilboð Símans um bitastraumsaðgang

Tungumál EN
Heim

PFS kallar eftir samráði við hagsmunaaðila um viðmiðunartilboð Símans um bitastraumsaðgang

11. ágúst 2009

Með ákvörðun PFS nr. 8/2008, um útnefningu fyrirtækis með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumarkaði fyrir breiðbandsaðgang (markaður 12), frá 18. apríl 2008, og heimild í 29. gr. fjarskiptalaga var lögð kvöð á Símann um gagnsæi og að útbúa og birta opinberlega viðmiðunartilboð um bitastraumsaðgang og tengda aðstöðu og þjónustu.
PFS hefur nú borist afrit af viðmiðunartilboðum Símans um bitastraumsaðgang. Áður en PFS tekur afstöðu til þess hvort að það viðmiðunartilboð sem nú hefur verið birt af hálfu Símans, uppfyllir þær kvaðir sem koma fram í ákvörðun stofnunarinnar nr. 8/2008, sem og hvort það samrýmist ákvæðum fjarskiptalaga að öðru leyti, óskar stofnunin eftir afstöðu hagsmunaaðila til viðmiðunartilboðsins.

Ofangreint viðmiðunartilboð er aðgengilegt á heimasíðu Símans undir slóðinni:
www.siminn.is/heildsala

Sjá einnig eftirfarandi gögn:

Frestur til að senda inn umsagnir og athugasemdir er gefinn til 1. september n.k.

Óskað er eftir að umsagnir, athugasemdir og/ eða ábendingar verði sendar á rafrænu formi á netfangið ingahelga (hjá) pfs.is, en jafnframt er óskað eftir að stofnunin fái send frumrit til skráningar.

 

 

Til baka