Hoppa yfir valmynd

Níu tíðniheimildir á 3,5 og 10 GHz fyrir háhraða aðgangsnet gefnar út

Tungumál EN
Heim
1. nóvember 2006

Í apríl 2006 auglýsti Póst- og fjarskiptastofnun eftir umsóknum um heimildir til notkunar á tíðnum fyrir háhraða aðgangsnet á 3,5 GHz og 10 GHz.
Í útboðinu var gert ráð fyrir að boðin yrði háhraða gagnaflutningsþjónusta á þeim aðgangsnetum sem byggð verða á þeim svæðum sem bjóðendur hyggjast veita þjónustu.

Sérhver úthlutun skyldi fela í sér heimild til notkunar á 28 MHz (2 x 14 MHz) bandbreidd. Að uppfylltum vissum skilyrðum mætti þó til viðbótar veita heimild til notkunar á 14 MHz (2 x 7 MHz) án auglýsingar.
Samkvæmt útboðslýsingu skyldu umsækjendur m.a. tilgreina í hvaða sveitarfélögum þeir hefðu í hyggju að veita þjónustu og hvort sótt væri um heimildir á 3,5 eða 10 GHz.

Alls bárust 10 umsóknir og voru tíðniheimildir gefnar út til 9 umsækjenda 25. október 2006. Ein umsókn var ekki talin uppfylla þau skilyrði, sem tilgreind voru í útboðslýsingu.
Flestar umsóknir bárust um tíðniheimild á 3,5 GHz en aðeins ein umsókn um 10 GHz tíðnisvið fyrir aðgangsnetið.
Sótt var um tíðniheimildir fyrir mismunandi landssvæði.  Í fimm umsóknum var sótt um tíðniheimildir fyrir flesta þéttbýlisstaði landsins og nágrenni þeirra, en í fjórum var aðeins óskað eftir heimild fyrir mjög takmörkuð svæði.

Útgáfa tíðniheimilda skiptist þannig með tilliti til tíðnisviðs og þjónustusvæða:

3,5 GHz tíðnisviðið (8 heimildir)
a) Flestir þéttbýlisstaðir á landinu og nágrenni þeirra:
eMax ehf
Nova ehf
IP fjarskipti ehf
Og Vodafone
Wireless Broadband Systems ehf
b) Takmörkuð svæði:
Ábótinn ehf 
Síminn hf 
Digiweb Ltd (Írlandi)

10 GHz tíðnisviðið (1 heimild)
Orkuveita Reykjavíkur

Frekari upplýsingar veitir Hrafnkell V. Gíslason,  s. 510 1500

 

Til baka