Hoppa yfir valmynd

Útboð í tíðniheimildir fyrir þriðju kynslóð farsíma opnuð í dag

Tungumál EN
Heim
12. mars 2007

Í dag, mánudaginn 12. mars kl 11:00, verða opnuð tilboð í tíðniheimildir fyrir þriðju kynslóð farsíma hjá Póst- og fjarskiptastofnun Suðurlandsbraut 4, 2. hæð.

Útboð á tíðniheimildum var auglýst þann 28. desember 2006.

Fulltrúum þeirra fyrirtækja sem bjóða og fulltrúum fjölmiðla hefur verið boðið að vera við opnunina.

Fréttatilkynning um niðurstöður tilboðsins verður birt eftir að tilboð hafa verið opnuð.

 

 

Til baka