19. júní 2009
Póst - og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið samráði við hagsmunaaðila um framtíðaráform vegna GSM 1800 MHz tíðnisviðsins og birtir nú niðurstöður samráðsins og samantekt á umsögnum. Helstu markmið PFS með samráðinu voru að leita álits hagsmunaaðila á markaði um eftirfarandi:
- Úthlutun 1800 MHz leyfis til Nova ehf. án sérstaks útboðs
- Nýjar leiðir til úthlutunar, t.d. uppboðsleiðina
Helstu niðurstöður PFS að loknu samráði:
- Að úthluta Nova GSM 1800 MHz leyfi strax og án sérstaks útboðs
- Ekki er tímabært að taka upp svokallaða uppboðsleið við úthlutun tíðnileyfa
- Samráðsleiðin verður notuð við úthlutun tíðnileyfa þar sem hún þykir henta
Heildarniðurstöður PFS og samantekt á umsögnum (PDF)