Hoppa yfir valmynd

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2011

Tungumál EN
Heim

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2011

31. janúar 2011

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið og SAFT standa fyrir ráðstefnu um Internetið á alþjóðlega netöryggisdeginum, þann 8. febrúar 2011 á Hilton hóteli, Nordica.
 
Ekkert þátttökugjald

Rafræn skráning á http://www.saft.is/skraning

Dagskrá

                            

8.30 - 8.45

Skráning

 

8.45 – 9.00

Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu býður gesti velkomna og setur ráðstefnuna

 

9.00 - 9.15

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra flytur ávarp og veitir verðlaun í Evrópusamkeppni um besta barnaefni á netinu

 

9.15 – 9.30

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra flytur ávarp og kynnir samskiptaáætlun

 

9.30 - 10.10

Lee Hibbard, verkefnisstjóri upplýsingasamfélags og Internet Governance mála hjá Evrópuráðinu fjallar um stefnumótun og jákvæða og neikvæða
þróun löggjafar sem tekur til ólíkra þátta sem tengjast Internetinu

 

10.10 - 10.30

Íris Kristín Andrésdóttir frá Icelandic Gaming Industry heldur erindi um nýjar og skapandi atvinnugreinar tengdar Internetinu og sýnir dæmi

 

10.30 - 11.00

Kaffihlé

 

11.00 - 11.40

Dr. William Drake frá Centre for International Governance, Graduate Institute of International and Development Studies í Sviss fjallar um þróun
og stefnumótun á Internetinu, um hlutverk ICANN og um nauðsyn á alþjóðlegu samstarfi

 

11.40 - 12.00

Anna Kristína Lobers og Fanndís Logadóttir frá ungmennaráði SAFT fjalla um sýn ungra notenda á framtíð Internetsins

 

12.00 - 13.00

Hádegisverður á kostnað ráðstefnugesta

 

13.00 - 14.20

Málstofur

1. Hvernig tryggjum við öryggi ungs fólks á netinu og hvetjum til ábyrgrar notkunar nýmiðla?

Lykilspurning þessarar málstofu er hvort lausnin felist í öflugri löggjöf sem auðveldar okkur að banna eða sía burtu efni eða
hvort hún felist í markvissri fræðslu um netnotkun, kosti þess og galla? Hvert er hlutverk foreldra, skóla og samfélagsins í þessu
samhengi? Til umfjöllunar verða rannsóknir á netnotkun, fræðsluefni, fjölmiðlalæsi og gagnrýnin netnotkun, tæling, rafrænt einelti, rafræn skilríki,
farsímanotkun, samfélagssíður, netleikir o.fl.
 
Málstofustjóri er Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Í pallborði sitja Ólafur Elínarson frá Capacent, Hrefna Sigurjónsdóttir frá Heimili og skóla, Jenný Ingudóttir, frá Lýðheilsustöð, og Margrét Júlía Rafnsdóttir frá Barnaheill - Save the Children Iceland, með þátttöku fleiri aðila.
Umsjónarmaður og ritari málstofu er Guðberg K. Jónsson, framkvæmdastjóri SAFT.

2. Hvaða réttindi gilda á netinu? Hvaða rétt höfum við til tjáningar og til upplýsingaöflunar? Er Ísland eyland, eða þurfum við að
taka tillit
til löggjafar annarra ríkja?

Sumarið 2010 var samþykkt þingsályktun um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningarfrelsis.
En hvaða reglur gilda um Internetið þegar tjáningarfrelsið er annars vegar? Hver er ábyrgur fyrir því efni sem birt er? Hvernig getur eitthvað sem skrifað er á netsíðu á Íslandi farið fyrir erlenda dómstóla? Er hætta á málsókn í meiðyrðamálum fyrir erlendum dómstólum vegna ummæla á Internetinu? Hvaða leiðir eru færar fyrir Íslendinga þegar ólöglegt efni og meiðyrði er vistað hjá erlendum aðilum? 
Í málstofunni verður fjallað um landamæraleysi Internetsins út frá ólíkum sjónarhornum tjáningarfrelsis og frelsis til upplýsinga.

Málstofustjóri og umsjónarmaður málstofu er Elfa Ýr Gylfadóttir, deildarstjóri fjölmiðladeildar í mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Í pallborði sitja Eiríkur Jónsson, dósent við lagadeild HÍ, Smári McCarthy tölvusérfræðingur og einn aðalhöfundur þingsályktunar um tjáningarfrelsi, Þórir Ingvarsson frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og Eyvindur G. Gunnarsson, dósent við lagadeild HÍ.
Ritari málstofunnar er Agnes Guðjónsdóttir, lögfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti.

3. Hvernig á að tryggja fjarskiptainnviði á Íslandi. Er öryggi nægjanlegt? Er þörf á frekari vörnum?

Kröfur um trausta innviði fjarskipta og öryggi fjarskiptakerfa verða stöðugt meiri, í takt við síaukna og fjölbreyttari notkun Internetsins sem vinnutækis, þjónustuleiðar og afþreyingar í daglegu lífi.  Á sama tíma steðja að Internetinu fjölbreyttar og síbreytilegar öryggisógnir.   Sterkar kröfur eru því uppi um að efla öryggi notenda, gagna og búnaðar á Netinu.  Rætt er um hvaða ábyrgð stjórnvöld, markaðsaðilar  og almennir notendur hafa á þessu sviði.  Í málstofunni verður rætt um hlutverk og ábyrgð stjórnvalda og markaðsaðila til að efla öryggi Netsins.

Málstofustjóri  og umsjónarmaður málstofu er Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Í pallborði sitja Bragi Leifur Hauksson, verkefnastjóri rafrænnar stjórnsýslu hjá Tryggingarstofnun ríkisins, Benedikt Gröndal, tæknistjóri THOR Data Center, Laufey Erla Jóhannesdóttir, öryggisstjóri heildsölu hjá Símanum og Stefán Snorri Stefánsson, sérfræðingur í net- og upplýsingaöryggi hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Ritari málstofu er Anna Margrét Sigurðardóttir, kynningarfulltrúi Póst- og fjarskiptastofnunnar.

 

14-20 - 14.40

Kaffihlé

 

14.40 - 16.00

Málstofur

4. „Trúum því að fólk vilji eiga heiðarleg viðskipti…“ Um verslun, framboð og aðgang að afþreyingu, upplýsingum og
menningarefni á netinu.

Í þessari málstofu verður til umræðu hvernig hægt er að auka og auðvelda löglegt aðgengi að afþreyingu, upplýsingum og menningarefni á netinu. Með menningarefni er átt við tónlist, kvikmyndir, bókmenntir, ljósmyndir og gömul gögn, sem hafa verið færð á stafrænt form. Aukið framboð á efni og auðveldir viðskiptahættir eru meðal þess sem helst er nefnt til að vinna gegn ólögmætri dreifingu höfundavarins efnis á netinu. En hvernig á að gera það? Hverjar eru helstu hindranir í veginum fyrir því? Eiga yfirvöld að beita sér af meiri hörku gegn ólögmætri dreifingu efnis? Fara hagsmunir dreifingarfyrirtækja, söluaðila og höfunda saman eða eru hagsmunaárekstrar milli þeirra?

Málstofustjóri og umsjónarmaður málstofu er Þorgeir Ólafsson sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Í pallborði sitja Eyjólfur Guðmundsson, stjórnarmaður í Icelandic Gaming Industry, Flóki Ásgeirsson, stjórnarmaður í Félagi um stafrænt frelsi á Íslandi, Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, Örn Hrafnkelsson frá Landsbókasafni / Háskólabókasafni og Gylfi Blöndal hjá Gogoyoko. Ritari málstofunnar er Eiríkur Þorláksson, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti. 

*Titill málstofu er fenginn frá Gylfa Blöndal í viðtali við Morgunblaðið

5. Uppbygging nýrra atvinnugreina á Internetinu. Hver eru tækifærin og ógnirnar fyrir íslensk fyrirtæki?

Af stefnuyfirlýsingum íslenskra stjórnvalda má ráða hug í uppbyggingu atvinnugreina í upplýsingatækniiðnaði. Ísland er að mörgu leyti heppilegur kostur fyrir starfsemi í þessum geira. Landið er staðsett milli Evrópu og Norður-Ameríku, kalda loftslagið hentar mjög vel fyrir tölvubúnað sem þarfnast kælingar, raforka Íslands er bæði ódýr og umhverfisvæn og Íslendingar eru meðal nettengdustu þjóða í heimi. Engu að síður berast ábendingar um að Ísland megi gera betur í stafrænni framleiðslu og þjónustu, að netþjónar á vegum íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja séu hýstir í öðrum löndum og að rekstrargrundvöllur nýrra upplýsingatæknifyrirtækja sé ekki eins og best verður að kosið. Leitast verður við að draga fram álitaefni um hlutverk og stöðu Íslands í uppbyggingu hins græna upplýsingatækniiðnaðar, hvar tækifærin liggja og hvaða þáttum þurfi að huga betur að svo Ísland nái þeim markmiðum sem greina má í stefnu íslenskra stjórnvalda.

Málstofustjóri er María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneyti. Í pallborði sitja Alexander Picchietti, framkvæmdastjóri Basis, Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice, Ingvar Bjarnason frá CCP, Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri DataMarket og netfrumkvöðull og Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Umsjón og ritari málstofu er Tryggvi Björgvinsson, tölvuverkfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti. 

6. Nýting Internetsins í námi og kennslu. Um aðgengi að opnu menntaefni á netinu. Möguleikar og hindranir. Áreiðanleiki,
gæði, kostir og gallar.

Fjallað verður um opið menntaefni á netinu og hvaða hindranir standa í vegi fyrir að fólk sé tilbúið til að nýta og miðla efni á Internetinu. Opið menntaefni getur verið námskeið, kennsluefni, námsefni, verkefni, próf, rannsóknarskýrslur, fræðigreinar, greinar, bækur, kvikaðar myndir, ljósmyndir, hugbúnaður, netsamfélög og önnur verkfæri, efni eða tækni sem er notuð til að styðja við aukna þekkingu. Hvaða máli skiptir að kennarar og nemendur hafa  aukinn aðgang að slíku efni og hvetjandi tækniumhverfi? Hvert er hlutverk stjórnvalda í þessu efni? Geta stjórnvöld (eða aðrir aðilar) opnað dyr sem eru lokaðar núna? Fara hagsmunir aðila sem búa til séreignarefni og opið efni saman eða eru hagsmunaárekstrar á milli þeirra?

Málstofustjóri er Sigurjón Mýrdal, deildarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Í pallborði sitja Salvör Gissurardóttir, lektor í upplýsingatækni við menntavísindasvið HÍ, Þuríður Jóhannsdóttir, einnig lektor við menntavísindasvið HÍ, Sigurður Fjalar Jónsson, kennari við Fjölbrautarskólann í Breiðholti og starfsmaður Hugur/Ax og Sigurbjörg Jóhannesdóttir, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Umsjón með málstofu hafa Sigurjón Mýrdal og Sigurbjörg Jóhannesdóttir. Ásta María Reynisdóttir, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti er ritari málstofunnar.

 

16:00 - 16:30

Stutt samantekt

 

  

  

  

Til baka