14. desember 2006
Þann 11. desember sl. tók Póst- og fjarskiptastofnun ákvörðun í ágreiningsmáli milli Símans og Orkuveitu Reykjavíkur um aðgang Símans að gögnum í máli vegna ákvörðunar stofnunarinnar um fjárhagslegan aðskilnað fjarskiptastarfsemi OR frá öðrum rekstri fyrirtækisins. Skv. ákvörðun PFS verða Símanum afhent öll málsgögn, með þeim takmörkunum sem leiða af 17. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Ákvörðun um aðgang Símans hf. að málsgögnum (PDF)