Hoppa yfir valmynd

Héraðsdómur staðfestir að Símanum hafi borið að tilkynna viðskiptavini um rof á friðhelgi einkalífs

Tungumál EN
Heim
20. mars 2013

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur með dómi staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 5/2012 vegna meðferðar öryggisatviks hjá Símanum. Í ákvörðuninni komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að Síminn hefði brotið gegn fjarskiptalögum með því að bregðast seint við ábendingu frá viðskiptavini sínum um að tiltekinn starfsmaður fyrirtækisins kynni með ólögmætum hætti að hafa rofið friðhelgi einkalífs gegn sér.  Fyrirtækið tók ábendinguna ekki til rannsóknar fyrr en rúmu ári eftir að hún barst.

Þegar rannsókn innan fyrirtækisins hafði leitt í ljós að viðkomandi starfsmaður hafði með ólögmætum hætti skoðað persónuupplýsingar um viðskiptavininn var umræddum viðskiptavini ekki tilkynnt um það. Með því taldi PFS að Síminn hefði bæði brotið gegn fjarskiptalögum og reglum nr. 1221/2007 um vernd upplýsinga í almennum fjarskiptanetum.

Í kjölfar ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar stefndi Síminn stofnuninni og umræddum viðskiptavini sínum fyrir dómstóla og krafðist ógildingar á ákvörðun stofnunarinnar.

 

Sjá dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1774/2012

 

Sjá einnig eldri frétt um málið hér á vef PFS

 

 

 

Til baka