Hoppa yfir valmynd

Útboð á tveimur tíðniheimildum fyrir GSM 1800 farsímakerfi innan skamms

Tungumál EN
Heim
29. desember 2006

Póst- og fjarskiptastofnun mun bjóða út tíðnisvið fyrir GSM 1800 farsíma innan skamms.
Gert er ráð fyrir að tíðniheimildir verði gefnar út í byrjun annars ársfjórðungs 2007.
Haft verður samráð við hagsmunaaðila og hafa þeir frest til kl. 12, miðvikudaginn 17. janúar 2007 til að skila inn umsögnum, athugasemdum og ábendingum. Samráðsgögnin má nálgast hér neðar.

Tilgangur með þessu útboði er að auglýsa eftir umsóknum frá aðilum, sem ekki hafa tíðniheimildir á GSM 1800 tíðnisviðinu. PFS telur að útgáfa tíðniheimilda til nýrra aðila sé til þess fallin að efla samkeppni á fjarskiptamarkaði hér á landi. Því er ekki gert ráð fyrir að núverandi rétthafar tíðniheimilda fyrir GSM farsímakerfi á Íslandi taki þátt í útboði þessu.

Allt að tveimur bjóðendum verður úthlutað tíðnum.

Sett verða skilyrði um hraða uppbyggingarinnar í 2 áföngum.

Tíðniheimildir munu gilda í 10 ár.

Samráðsgögn vegna útboðs (PDF)
 
 
Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, s. 510-1500, t-póstur:hrafnkell@pfs.is

Til baka