Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði við hagsmunaaðila um notkun 2.6 GHz tíðnisviðsins á Íslandi

Tungumál EN
Heim

PFS kallar eftir samráði við hagsmunaaðila um notkun 2.6 GHz tíðnisviðsins á Íslandi

24. janúar 2011

Póst - og fjarskiptastofnun (PFS) hefur ákveðið að efna til samráðs við hagsmunaaðila vegna fyrirhugaðrar framlengingar á MMDS leyfi Og fjarskipta ehf. (Vodafone).  Vodafone hefur óskað eftir framlengingu tíðniheimildarinnar til níu ára, þ.e. til ársins 2020.
Með hliðsjón af ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um notkun tíðnisviðsins 2,6 GHz (2500 – 2690 MHz), núverandi notkunar þess á Íslandi og í ljósi þess að stofnuninni ber að nota gagnsæjar aðferðir við úthlutun tíðnileyfa óskar PFS hér með eftir athugasemdum frá hagsmunaaðilum á þessum markaði vegna þessa.

Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til kl 12:00, föstudaginn 4. febrúar 2011.

Umsagnir berist með tölvupósti á netfangið thorleifur(hjá)pfs.is.

Sjá nánar í samráðsskjali:
Notkun 2.6 GHz (2500 – 2690 MHz) tíðnisviðsins á Íslandi - Fyrirhuguð framlenging á MMDS leyfi Og fjarskipta ehf (Vodafone) (PDF)

 

 

Til baka