Hoppa yfir valmynd

Nýjar reglur lækka verð á farsímanotkun milli landa innan ESB

Tungumál EN
Heim
22. apríl 2009

Evrópuþingið hefur samþykkt nýjar reglur um alþjóðlegt reiki milli landa innan sambandsins.  Nú þegar eru í gildi reglur sem setja þak á verð sem farsímafyrirtæki geta rukkað viðskiptavini sína um fyrir símtöl milli landanna. Með þessum nýju reglum bætast við þök á verð fyrir smáskilaboð (SMS) og gagnaflutning. Einnig eru settar reglur um tímamælingar á símtölum í farsíma.

Reglurnar munu taka gildi innan ESB þann 1. júlí í sumar og gilda til 30 júní 2012.  Helstu breytingar þeirra fyrir neytendur verða:

  • Þök á gjöld fyrir gagnaflutning og textaskilaboð í farsíma milli landa innan ESB.
  • Skylda farsímafyrirtækja til að upplýsa viðskiptavini sína um þau verð sem gilda fyrir gagnaflutning í farsíma eða 3G milli landa innan ESB.
  • Gjöld fyrir símtöl milli landa innan ESB verða miðuð við hverja sekúndu eftir fyrstu 30 sekúndurnar þegar hringt er, en hverja notaða sekúndu þegar tekið er á móti símtali.

  
Árið 2007 voru settar reglur innan Evrópusambandsins þar sem þak var sett á símtöl í farsíma milli landa innan sambandsins.  Þær reglur voru innleiddar hér skv. EES samningnum í október á síðasta ári.  Breyta þurfti íslenskum lögum til þess að hægt væri að innleiða reglurnar hér.  Við lagabreytinguna var gert ráð fyrir þeirri reglugerð sem Evrópuþingið hefur nú samþykkt. Það mun flýta fyrir innleiðingu reglnanna hér á landi.

Sjá nánar á upplýsingavef ESB um alþjóðlegt reiki

 

Til baka