Hoppa yfir valmynd

Útboð á tíðniheimild fyrir farsímakerfi á 450 MHz innan skamms

Tungumál EN
Heim
31. janúar 2007

Póst- og fjarskiptastofnun mun bjóða út tíðnisvið fyrir langdrægt stafrænt farsímakerfi sem þjóni landinu öllu og miðunum. Hinu nýja farsímakerfi er ætlað að taka við af núverandi NMT farsímakerfi, en starfrækslu þess verður hætt í árslok 2008.


Aðeins einum bjóðenda verður úthlutað tíðnum.


Tíðniheimildin mun gilda í 15 ár.


Gert er ráð fyrir að tíðniheimild verði gefin út um mitt ár 2007.


Haft verður samráð við hagsmunaaðila og hafa þeir frest til kl. 12, miðvikudaginn 14. febrúar 2007 til að skila inn umsögnum, athugasemdum og ábendingum. Samráðsgögnin má nálgast hér neðar.


Samráð við hagsmunaaðila um útboð á 450 MHz tíðnisviðinu (PDF)
 
 
Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, s. 510-1500, t-póstur:hrafnkell@pfs.is

Til baka