Hoppa yfir valmynd

Drög að reglum um innanhússfjarskiptalagnir til umsagnar

Tungumál EN
Heim

Drög að reglum um innanhússfjarskiptalagnir til umsagnar

8. júní 2006

Samkvæmt 60. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 er Póst- og fjarskiptastofnun ætlað að setja  reglur um frágang húskassa og innanhússfjarskiptalagna í þeim tilgangi að tryggja vernd fjarskipta og skilgreina aðgangsheimild fjarskiptafyrirtækja. Stofnunin hefur gert drög að slíkum reglum og hafa þau verið birt á heimasíðu stofnunarinnar www.pfs.is.

Öllum sem hagsmuna eiga að gæta þ.m.t. notendum er heimilt að senda inn umsagnir um drögin.


Óskað er eftir að umsagnir verði sendar á rafrænu formi á póstfangið sigurjon@pfs.is, en jafnframt er óskað eftir að fá frumrit til skráningar. Umsagnir verða birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Frestur til að skila umsögnum er til og með 5. júlí nk.

Drög að reglum um innanhússfjarskiptalagnir (pdf)(Word)


 

Til baka