Hoppa yfir valmynd

Landhelgisgæslan fær tvær GSM1800 rásir og farnetskóða fyrir leitarkerfi sitt

Tungumál EN
Heim
4. júní 2013

Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að úthluta Landhelgisgæslunni tveimur rásum á GSM1800 tíðnisviðunum ásamt farnetskóða (MNC kóða). Ákvörðun þessi er tekin að loknu samráði við hagsmunaaðila sem kallað var eftir í byrjun maí sl. Engar athugasemdir bárust til stofnunarinnar fyrir tilskilinn tíma.

Landhelgisgæslan sótti um tíðniheimildina vegna leitarkerfis sem nýtir GSM tækni við leit að ferðamönnum og öðrum sem lenda í villum í óbyggðum Íslands.  Leitarkerfið byggist upp á færanlegri GSM móðurstöð sem komið er upp til bráðabirgða á tilteknu svæði.

Eftir uppboð PFS á tíðnisviðum fyrir 4. kynslóð farnetskerfa á 800 MHz og GSM1800 tíðnisviðunum fyrr á þessu ári, liggur fyrir að þrjár efstu rásirnar á GSM1800 tíðnisviðinu eru ónotaðar.  Landhelgisgæslan fær tíðniheimild á tveimur þeirra fyrir ofangreinda notkun og munu þær gilda til sama tíma og aðrar GSM tíðniheimildir, þ.e. til ársins 2022. 

Jafnframt hyggst stofnunin úthluta MNC kóða (farnetskóða) fyrir leitarkerfið. Með farnetskóðanum er Landhelgisgæslan komin með eigið farnet og þar með verður hið færanlega leitarkerfi hennar óháð öðrum farnetum.

 

 

 

Til baka