Hoppa yfir valmynd

Samkeppniseftirlitið og Skipti gera með sér sátt. Aukið jafnræði á fjarskiptamarkaði.

Tungumál EN
Heim
26. mars 2013

Samkeppniseftirlitið og Skipti hafa gert með sér heildarsátt um lok þeirra mála sem eftirlitið hefur haft til rannsóknar varðandi félagið. Með sáttinni, sem undirbúin var í náinni samvinnu við Póst- og fjarskiptastofnun, eru gerðar umfangsmiklar breytingar á skipulagi og háttsemi Skiptasamstæðunnar í því skyni að efla samkeppni. Með henni er einnig tryggt að keppinautar Símans sitji við sama borð og Síminn sjálfur varðandi aðgang að grunnfjarskiptakerfum Skipta. Er gengið lengra í slíkum aðskilnaði fyrrum einokunarfyrirtækis í fjarskiptum en tíðkast í nágrannalöndum. Skipti fallast einnig á að greiða 300 milljónir kr. í stjórnvaldssekt.

Sjá nánar um málið á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins í dag. 

 

 

Til baka