Hoppa yfir valmynd

PFS birtir ákvörðun um kostnaðargreiningu fyrir aðstöðuleigu

Tungumál EN
Heim

PFS birtir ákvörðun um kostnaðargreiningu fyrir aðstöðuleigu

13. janúar 2011

 Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 41/2010 varðandi kostnaðargreiningu Mílu ehf. á verðskrá fyrir aðstöðuleigu (hýsingu).

Niðurstaða PFS var sú að verðskrá fyrir leigu á aðstöðu í húsum skuli hækka miðað við vegið meðaltal um 2,8% og verðskrá mastra um 12%.
Núverandi afsláttarfyrirkomulag hýsingar Mílu verður lagt niður og þess í stað þess koma afsláttarflokkar sem byggja á samningslengd en ekki magni. Nýir afslættir verða 5%, 10% eða 15% miðað við að lengd samnings sé 2, 3 eða 5 ár hvert um sig.
Sjá ákvörðunina í heild: (pdf)

 

 

 

Til baka