Frestur til að skila inn umsóknum vegna útgáfu tíðniheimilda fyrir háhraða aðgangsnet á 3,5 og 10 GHz rann út mánudaginn 15. maí 2006.
Umsækjendur voru:
Atlassími ehf
Ábótinn ehf
Digiweb Ltd
eMAX ehf
Etcetera ehf
IP fjarskipti ehf
Og Vodafone
Orkuveita Reykjavíkur
Síminn hf
Wireless Broadband Systems ehf
Samkvæmt útboðslýsingu skyldu umsækjendur m.a. tilgreina í hvaða sveitarfélögum þeir hefðu í hyggju að veita þjónustu og hvort sótt væri um heimildir á 3,5 eða 10 GHz.
Eftirspurn eftir tíðniheimildum á 10 GHz var minni en framboð. Umsóknir um tíðniheimildir á 3,5 GHz voru afturámóti mun fleiri og ekki liggur fyrir hvort unnt verði að verða við öllum óskum umsækjenda.
Sótt var um tíðniheimildir fyrir mismunandi landssvæði. Í sumum umsóknum var sótt um tíðniheimildir fyrir allt landið en í öðrum var aðeins óskað eftir heimildir fyrir mjög takmörkuð svæði.
Á næstu vikum verður farið yfir umsóknir og stefnt er að því að tilkynna um niðurstöðu útboðsins eigi síðar en í lok júní n.k..
Frekari upplýsingar veitir Sigurjón Ingvason, forstöðumaður, s. 510 1500