Hoppa yfir valmynd

Aukasamráð um afmarkaðar breytingar á frumdrögum M3a og M3b

Tungumál EN
Heim
30. október 2020

Þann 30. apríl síðastliðin sendi Póst- og fjarskiptastofnun frá sér frumdrög markaðsgreiningar á heildsölumörkuðum fyrir staðaraðgang með fasttengingu og miðlægan aðgang með fasttengingu fyrir fjöldaframleiddar vörur (Markaðir 3a/2016 og 3b/2016) til samráðs meðal innlendra hagsmunaaðila.

Fjölmargar athugasemdir bárust, sem stofnunin hefur yfirfarið. Í kjölfar áframhaldandi gagnaöflunar meðal markaðsaðila, nýgerðrar neytendakönnunar og úrvinnslu framkominna athugasemda hyggst PFS nú gera afmarkaðar breytingar á fyrrnefndum frumdrögum.

PFS birtir nú til innanlandssamráðs lýsingu á þeim afmörkuðu breytingum sem stofnunin hyggst gera og gefst hagsmunaaðilum tækifæri á að sjá sig um þær. Þá gefst hagsmunaaðilum tækifæri til að gera athugasemdir við þá afstöðu PFS að standa við það mat sem fram kom í frumdrögunum að ennþá sé til staðar staðganga milli kopar- og ljósleiðaraneta og að ofangreind neytendakönnun hafi stutt það mat enn frekar.

Ætlast er til þess að aðeins verði settar fram athugasemdir um þau áform PFS sem fram koma í meðfylgjandi skjali. Athugasemdir við upprunalegu frumdrögin verða ekki til umfjöllunar í þessu samráði.

Athugasemdir skulu gerðar með vísunum í kafla og málsgreinar sem þær eru gerðar við. Senda skal athugasemdir með pósti til stofnunarinnar eða tölvupósti eigi síðar 13. nóvember n.k.

Aukasamráð um fyrirhugaðar breytingar

Til baka