Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði um endurskoðun á gjaldskrám Mílu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína

Tungumál EN
Heim
29. október 2020

""

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið við yfirferð á kostnaðargreiningum Mílu ehf. (Míla) á heildsölugjaldskrám á markaði fyrir stofnlínuhluta leigulína og kallar eftir samráði um niðurstöðu þeirra.  

Míla óskaði eftir því að gjaldskránni í heild yrði breytt í samræmi við breytingar á undirliggjandi kostnaði fyrir stofnnetið í stað þess að uppfæra kostnaðarlíkön fyrir mismunandi þjónustur. Með þessu er ekki hróflað við þeirri uppbyggingu á gjaldskrám sem nú eru í gildi og samræmi milli gjaldskráa.  

PFS fellst á að gjaldskráin sé uppfærð á þennan hátt núna enda er hætt við því að ósamræmi geti skapast í verði þjónustuþátta vegna þeirra breytinga sem hafa átt sér stað undanfarið.  

Hækkunin nær einungis til mánaðargjalda sem munu hækka um 2,59% en einskiptis gjöld, mánaðargjöld fyrir Sync-Ethernet og tengiskil haldast óbreytt.  

Í meðfylgjandi drögum er forsendum og aðferðum við greiningu á kostnaði lýst nánar. Í viðauka I er lýsing á því hvernig vegið meðaltal fjármagnskostnaðar er ákvarðað og í viðauka II er síðan fyrirhuguð gjaldskrá Mílu á markaði fyrir stofnlínuhluta leigulína birt i heild sinni. 

Hér með er fjarskiptafyrirtækjum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að gera athugasemdir vegna þeirra draga sem hér liggja fyrir, sbr. 6. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun. Allar athugasemdir skulu gerðar með greinanlegum hætti þar sem vísað skal í þá liði sem um ræðir. Þegar PFS hefur metið framkomnar athugasemdir og gert þær breytingar á frumdrögunum sem stofnunin telur nauðsynlegar mun PFS senda drögin til ESA til samráðs áður en endanleg ákvörðun verður tekin. 

Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til 13. nóvember nk. 

Nánari upplýsingar veitir Hulda Ástþórsdóttir (netfang: hulda(hjá)pfs.is).

Drög að ákvörðun um stofnlínugjaldskrá

Viðauki I

Viðauki II

 

Til baka