Hoppa yfir valmynd

CERT-IS stendur fyrir 2 daga ráðstefnu um öryggismál í næstu viku

Túngumál EN
Heim
14. október 2020

Í tilefni af alþjóðlega netöryggismánuðinum núna í október stendur CERT-IS, netöryggissveit PFS fyrir ráðstefnu um netöryggismál dagana 19. og 21.  október.

Á fyrri degi ráðstefnunnar verður farið yfir áskoranir sem CERT sveitir standa frammi fyrir.

Þar munu Kristján Valur Jónsson, fagstjóri CERT-IS, netöryggissveitar PFS og Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir, fagstjóri öryggis fjarskiptaneta hjá PFS, m.a. fjalla um þær breytingar og áskoranir sem CERT-IS stendur frammi fyrir í kjölfar gildistöku nýju NIS laganna.

Þá munu einning verða fyrirlesarar frá norsku og dönsku netöryggissveitunum.

Áherslan seinni daginn er svo á þau tól, verkfæri og þjónustu sem nýtist í tengslum við netöryggi. Þar munu m.a. Fredrik Söderblom, stofnandi StoredSafe og Martin Weea frá Mnemonic taka til máls.


Ráðstefnan er rafræn og öllum opin en skráningar er krafist. Dagskrá og skráningu er að finna á síðu viðburðarins.

Til baka