Hoppa yfir valmynd

PFS efnir til aukasamráðs um heildsöluverð fyrir lúkningu símtala í farsímanetum

Túngumál EN
Heim

PFS efnir til aukasamráðs um heildsöluverð fyrir lúkningu símtala í farsímanetum

10. september 2020

PFS efnir til aukasamráðs um heildsöluverð fyrir lúkningu símtala í farsímanetum  

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) efndi til innanlandssamráðs um frumdrög að ákvörðun PFS um heildsölugjald fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum þann 10. ágúst síðastliðinn og stóð samráðið til 31. ágúst. Engar athugasemdir bárust frá hagsmunaaðilum í samráðinu. Leiðrétt drög að ákvörðun eru nú birt til aukasamráðs hér á landi svo hagsmunaaðilar geti tjáð sig um leiðrétta niðurstöðu PFS. Leiðréttingin kemur til vegna þess að PFS hefur ákveðið að taka Bretland út úr verðsamanburðinum en Bretland tilheyrir ekki lengur EES. Þá var PFS ekki með réttar upplýsingar um gildisstöku verða í Þýskalandi og hefur það einnig verið leiðrétt.  

Núverandi verð fyrir lúkningu símtala í farsímanetum er 1,02 kr./mín og gilda þau áfram til 31. desember 2020. Fyrirhuguð niðurstaða PFS, sem hér er lögð til samráðs, er að frá og með 1. janúar 2021 til og með 31. desember 2021 skuli lúkningarverð í farsímanetum vera 1,01 kr./mín. í stað 1,00 kr./mín. eins og fram kom í frumdrögunum sem birt voru þann 10. ágúst sl.  

Miðað við fyrirhugaða niðurstöðu PFS mun verð fyrir farsímalúkningu lækka um 1% næstu áramót. 

Óskað er viðbragða fjarskiptafyrirtækja og annarra hagsmunaaðila við þeim drögum sem hér liggja fyrir, sbr. 6. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun. Allar athugasemdir skulu gerðar með greinanlegum hætti þar sem vísað skal í þá liði sem um ræðir. 

Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til og með 24. september nk. PFS hyggst svo senda uppfærð drög að ákvörðun til samráðs hjá ESA. 

Nánari upplýsingar veitir Hulda Ástþórsdóttir (netfang: hulda(hjá)pfs.is) 

PFS mun birta opinberlega allar athugasemdir sem berast, nema sérstaklega verði óskað trúnaðar og mun þá stofnunin leggja mat á slíka beiðni. 

Drög að ákvörðun_Heildsöluverð fyrir farsímalúkningu 2021_auka samráð.pdf

Viðauki I Gengistafla 2020_auka samrád_.pdf 

 

Til baka