Hoppa yfir valmynd

Staðan á fjarskipta- og póstmálum á landsvísu

Tungumál EN
Heim
27. mars 2020

PFS og fjarskiptafélög landsins áttu fjarfund í gær, 26. mars 2020. Allir þessir aðilar starfa samkvæmt viðbragðsáætlunum sínum og Almannavarna og fara ítarlega eftir leiðbeiningum sem komið hafa frá Sóttvarnalækni og Almannavörnum varðandi varúðarráðstafanir. Starfsfólki hefur verið skipt upp í flokka sem eru aðskildir og hittast ekki. Stór hluti starfsemi félaganna og í sumum tilvikum öll starfsemi fer fram í fjarvinnu. 
 
Talsverð aukning hefur orðið á umferð í fjarskiptakerfunum, bæði í fastanetum og farnetum. Þá hafa símtöl aukist mikið en SMS sendingum virðist fækka. Enn er talsverð umfram afkastageta í fjarskiptakerfunum og ekki ástæða til að hafa áhyggjur að svo stöddu. Enn má því segja að  fjarskiptakerfi landsins virki vel á landsvísu.
 
PFS og fjarskiptafélögin munu halda áfram með vikulega fjarfundi og aukafundir verða settir á eftir þörfum. 

Póstþjónusta hefur að mestu gengið með venjubundnum hætti um allt land. Þó hafa komið upp nokkur tilvik þar sem hefur þurft að gera breytingar á þjónustu á einstökum stöðum og eru þær breytingar tilkynntar jafnóðum á heimasíðu Íslandspósts.

https://www.posturinn.is/frettir/#category=1607&month=0&page=1&year=all

https://www.posturinn.is/posturinn/upplysingar/covid-19/

Til baka