Hoppa yfir valmynd

Póstnúmeraskrá PFS nú aðgengileg á vefnum

Tungumál EN
Heim
18. mars 2020

Í nýjum lögum um póstþjónustu nr. 98/2019, er umsýsla á póstnúmeraskrá færð frá Íslandspósti ohf. yfir til Póst- og fjarskiptastofnunar, sbr. 15. gr. laganna sem er svohljóðandi:

 „Póst- og fjarskiptastofnun ákvarðar landfræðileg mörk póstnúmera og gefur út póstnúmeraskrá og landfræðilega þekju póstnúmera. Breytingar á póstnúmeraskrá skulu ekki gerðar nema að höfðu samráði við Þjóðskrá Íslands.“

Póstnúmeraskrá er skilgreind á eftirfarandi hátt í 19. töl. 4. gr. laga um póstþjónustu: 

„Númer, eða kerfi númera, sem notað er fyrst og fremst til landfræðilegrar afmörkunar, til að staðsetja viðtakanda og auðvelda dreifingu póstsendinga.“

Stofnunin hefur nú tekið saman helstu upplýsingar um póstnúmer, ásamt yfirliti yfir póstnúmer á landinu eins og þau voru um áramótin 2019/2020 og þekju þeirra.

Sjá nánar hér á vef PFS.

Til baka