Hoppa yfir valmynd

Tilkynning til viðskiptavina PFS vegna COVID-19

Tungumál EN
Heim
16. mars 2020

Póst- og fjarskiptastofnun virkjaði viðbragðsáætlun stofnunarinnar um leið og óvissustigi vegna hugsanlegs COVID-19 faraldurs var lýst yfir.

Frá og með mánudeginum 16. mars hefur starfsmönnum verið skipt upp í hópa og mætir hluti starfsmanna á vinnustað en hluti vinnur  heima í fjarvinnu í viku í senn.  Þetta er gert til að tryggja öryggi starfsmanna og stuðla að því að starfsemi stofnunarinnar raskist sem minnst. Engu að síður má búast við því að svörun erinda geti tekið lengri tíma undir þessum kringumstæðum.

Til að koma til móts við viðskiptavini hefur opnunartími skiptiborðs stofnunarinnar verið lengdur og viðskiptavinir eru beðnir um að mæta ekki í afgreiðsla stofnunarinnar nema brýna nauðsyn beri til.

Langflest erindi til PFS er hægt að leysa með rafrænum hætti á vef stofnunarinnar eða með því að senda tölvupóst í netfang pfs@pfs.is.

Til baka