Hoppa yfir valmynd

Tap Mílu vegna alþjónustu ekki metin ósanngjörn byrði á félagið

Tungumál EN
Heim

Tap Mílu vegna alþjónustu ekki metin ósanngjörn byrði á félagið

27. september 2019

Með ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (hér eftir PFS) nr. 25/2018 komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að Míla myndi mögulega loka fyrir aðgang á alls 97 símstöðvum, ef ekki væri fyrir hendi kvöð um að útvega tengingar í samræmi við ákvæði laga um alþjónustu.  

Einnig var það niðurstaða stofnunarinnar að tap félagsins vegna alþjónustuskyldunnar væri eftirfarandi: 

Beinn nettókostnaður er             121.036.950 kr.  
Markaðsávinningur frádreginn    -54.289.967 kr.
Nettókostnaður samtals:               66.746.983 kr.  

Forsenda fyrir því að tapið sé greitt úr jöfnunarsjóði alþjónustu er að tapið sé metið ósanngjörn byrði á Mílu í skilningi 1. mgr. 21. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003. Fram kom í ákvörðuninni að það mat yrði tekið fyrir í sérstakri ákvörðun. 

Með ákvörðun PFS nr. 19/2019, sem nú er birt, var það niðurstaða stofnunarinnar að nettókostnaður Mílu að upphæð 66.746.983 kr. væri ekki ósanngjörn byrði á Símasamstæðunni í skilningi 1. mgr. 21. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003. Sbr. einnig reglugerð nr. 1356/2007 um alþjónustu á sviði fjarskipta, þ.e. hvort tapið hafi veruleg áhrif á rekstrargetu fyrirtækisins og samkeppnismöguleika eða stofni efnahag þess í hættu. 

Niðurstaða stofnunarinnar byggði m.a. á samanburði á nettókostnaði við nokkur þekkt fjárhagsleg viðmið sem höfð voru til hliðsjónar við mat á því hvort alþjónustubyrði Símasamstæðunnar væri ósanngjörn eða ekki, en þau voru eftirfarandi: 

 Allar upphæði eru í milljónum króna    Samstæða alls:  Þar af fastasambönd:
 Nettókostnaður (byrði)
 67  67
 Rekstrartekjur
  28.433  14.797
 Nettókostnaður (byrði) sem hlutfall af rekstrartekjum
 0,24%  0,45%
 Hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT)
 4.919  2.560
 Nettókostnaður (byrði) sem hlutfall af EBIT hagnaði
 1,36%  2,62%
 Arðsemi fjármagns
 9,1%  9,1%
 Hækkun arðsemi ef engar alþjónustuskyldur
 0,12%  0,24%
 WACC (Míla/Síminn)
 9,0%  9,3%
 
 
 
 
 
 
 
 


 
Ofangreindar niðurstöður voru einnig bornar saman við hliðstæðar tölur við sambærilegt mat sem gert var af systurstofnun PFS í Írlandi þar sem því hafði verið hafnað að reiknaður nettókostnaður sem hvíldi á Eircom væri ósanngjörn byrði á félaginu. Sá samanburður sýndi að allar tölur hér á landi varðandi byrði væru lægri en sambærilegar tölur á Írlandi.  

Sjá nánar ákvörðun PFS nr. 19/2019 - Umsókn Mílu ehf. um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu, ósanngjörn byrði

Til baka