Hoppa yfir valmynd

HM farar athugið – Farsímareiki í Rússlandi

Tungumál EN
Heim

HM farar athugið – Farsímareiki í Rússlandi

13. júní 2018

PFS vekur athygli á að Rússland er ekki aðili að reglum Evrópusambandsins um reikiþjónustu farsíma. Sú neytendavernd sem af þessum reglum leiðir, m.a. verðþök á gjöld fyrir farsímaþjónustu, gildir ekki í Rússlandi eða öðrum ríkjum utan EES-svæðisins. Sömuleiðis gildir ekki það 50 evru hámark sem sett er á  reikikostnað og ver neytendur innan EES-svæðisins fyrir háum reikningum vegna reikiþjónustu.

Verð fyrir farsímanotkun eru talsvert hærri í Rússlandi heldur en þegar reikað er innan EES svæðisins. Ferðalöngum á leið til Rússlands er því bent á að hafa samband við farsímafyrirtæki sitt og fá ráðleggingar um hvernig er best að haga farsímanotkun sinni á ferðalögum þar, bæði hvað varðar símtöl, SMS og gagnamagn.

 

Til baka