Hoppa yfir valmynd

PFS gestgjafi á alþjóðlegum fundi vinnuhóps á vegum CEPT

Tungumál EN
Heim

PFS gestgjafi á alþjóðlegum fundi vinnuhóps á vegum CEPT

1. júní 2018

Dagana 29. – 31. maí hýsti Póst- og fjarskiptastofnun fund vinnuhóps á vegum Evrópusambands fjarskiptaeftirlitsaðila, CEPT (European Conference of Postal and Telecommunications Administrations). Hópurinn fundar tvisvar á ári og á þessum vettvangi fer fram stefnumótun varðandi skipulag númeramála innan Evrópska efnahagssvæðisins. Um 45 manns frá 26 löndum sátu fundinn sem stóð í 3 daga. 

Umfjöllunarefni fundarins voru margvísleg og bar hæst umræðuna um “Internet of Things” en á næstu árum mun fjöldi nettengdra hluta aukast til muna. Slíkar merkjasendingar yfir almenn fjarskiptanet kalla einmitt á á notkun númera og kóða og ljóst að þörfin fyrir að skipuleggja, undirbúa og samræma þá notkun innan Evrópu og víðar um heiminn hefur aukist gríðarlega 

Þá var á fundi hópsins einnig fjallað um framkvæmdarleg atriði er varðar notkun númera, einkum er lýtur að svindli tengdum fjarskiptum. Dæmi um það er þegar upprunanúmer er falsað til að villa um fyrir móttakanda símtals í sviksamlegum tilgangi. Ræddar voru leiðir til að sporna við slíkri svikastarfsemi, en það er m.a. gert með því að samræma kröfur og eftirliti með tilvísun númera í símstöðvum.  

Á dagskrá þessa fundar var einnig umfjöllun um neyðarsímtöl, m.a. nýja þjónustu sem gerir bifreiðum kleift að hringja beint í Neyðarlínu ásamt því að senda tilkynningu þegar slys verða og árekstrarvörn bifreiða er virkjuð. Þjónustan sendir einnig SMS til Neyðarlínu með upplýsingum um staðsetningu bifreiðar, í hvaða stefnu og á hvaða hraða hún var þegar árekstrarvörnin fór í gang. 

Næsti fundur hópsins verður í Sofia í Búlgaríu í lok nóvember.

Til baka