Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði um endurskoðun á gjaldskrám Mílu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína

Tungumál EN
Heim
14. febrúar 2018

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið við yfirferð á kostnaðargreiningum Mílu ehf. á heildsölugjaldskrám á markaði fyrir stofnlínuhluta leigulína og kallar eftir samráði um niðurstöðu þeirra.

Kostnaðargreiningum Mílu er skipt niður í helstu þjónustur Mílu á þessum markaði, þ.e. Ethernetþjónustu (á landshring og utan landshring), Hraðbrautir og aðrar leigulínumr í Stofnneti. Þá hyggst Míla bjóða nýja þjónustu með Ethernetþjónustunni svokallað Sync-Ethernet.

Stofnunin hyggst samþykkja kostnaðargreiningar Mílu með þeim breytingum sem mælt er fyrir um í ákvörðunardrögum stofnunarinnar sem nálgast má hér fyrir neðan.

Niðurstaða kostnaðargreiningar á Ethernetþjónustu utan landshrings er að mánaðarverð þessarar þjónustu hækkar að meðaltali um 5,6%. Míla hefur fjölgað þeim stöðum sem þessi þjónusta er í boði en þar sem nýir staðir liggja lengra frá landshringnum hefur kostnaður aukist. Þá hefur verið bætt við einum gjaldflokki vegna staða sem eru um og yfir 85 km frá tengistað á landshring. Hvað varðar Ethernetþjónustu á landshringnum þá skilar kostnaðarlíkanið niðurstöðu sem felur í sér 1,2% lækkun á mánaðargjöldum. Þá skiluðu útreikningar á kostnaði við Sync-Ethernet mánaðargjaldi að upphæð 313 kr.

Niðurstaða kostnaðargreiningar á Hraðbrautarsamböndum er að mánaðargjald fyrir 1 Gb/s samband verður 63.791 kr., fyrir 10 Gb/s samband verður það 105.830 kr. og 409.026 kr. fyrir 100 Gb/s. Um er að ræða talsverða lækkun á mánaðarverðum.

Niðurstaða kostnaðargreiningar á hefðbundnum leigulínum er að mánaðargjald fyrir leigulínurnar hækkar að meðaltali um 5,1%. Fastagjaldið hækkar um 14,4% en kílómetragjaldið lækkar um 2,0% þannig að lengri sambönd lækka hlutfallslega. Ljóslínur hækka um 1-2%.
Stofngjöld og önnur einskiptisgjöld haldast óbreytt, sem og gjaldskrá Mílu fyrir skammtímasambönd.

Í meðfylgjandi drögum er forsendum og aðferðum við greiningu á kostnaði lýst nánar. Í Viðauka I er síðan fyrirhuguð gjaldskrá Mílu á markaði fyrir stofnlínuhluta leigulína birt i heild sinni.

Hér með er fjarskiptafyrirtækjum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að gera athugasemdir vegna þeirra draga sem hér liggja fyrir, sbr. 6. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun. Allar athugasemdir skulu gerðar með greinanlegum hætti þar sem vísað skal í þá liði sem um ræðir. Þegar PFS hefur metið framkomnar athugasemdir og gert þær breytingar á frumdrögunum sem stofnunin telur nauðsynlegar mun PFS senda drögin til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA ) til samráðs áður en endanleg ákvörðun verður tekin.

Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til 7. mars nk.

Nánari upplýsingar veitir Hulda Ástþórsdóttir (netfang: hulda(hjá)pfs.is).

Sjá nánar í samráðsskjölunum hér fyrir neðan:

Frumdrög að ákvörðun - Endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir stofnlínuhluta leigulína (áður markaður 14)

Viðauki I - Gjaldskrá á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína

 

 

 

Til baka