Hoppa yfir valmynd

Mælingar PFS á fjarskiptasambandi á vegum til umfjöllunar í Landanum á RÚV

Tungumál EN
Heim
12. febrúar 2018

Í Landanum, þjóðlífsþætti RÚV, var í gær fjallað um mælingar Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) á fjarskiptasambandi á vegum landsins og vakin athygli á vefsjá stofnunarinnar þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um niðurstöður mælinganna. Í vefsjánni er hægt að þysja inn á alla helstu vegi landsins og sjá niðurstöður mælinganna sem síðast voru gerðar.

Mælingarnar hófust árið 2015 þegar Fjarskiptasjóður óskaði eftir því að stofnunin færi í þetta verkefni. Þær eru framkvæmdar þannig að starfsmenn PFS aka með tilheyrandi mælitæki eftir þeim vegum sem mæla skal hverju sinni. Fyrsti áfangi verkefnisins stóð yfir frá haustinu 2015 til haustsins 2016. Þá voru mældir allir helstu vegir á láglendi. Í öðrum áfanga, sem unninn var sumarið 2017 og fram á haust sama ár, voru gerðar mælingar á öllum helstu hálendisvegum landsins, ásamt því sem mælingar á stærstu þjóðvegum voru uppfærðar.

Upplýsingar um verkefnið

Gagnvirkt kort sem sýnir niðurstöður mælinganna

Vegamaelingakort_GSM_samband_a_vegum_januar_2018

Til baka