Hoppa yfir valmynd

Samráð við ESA um drög að ákvörðunum um gjaldskrár á þremur heildsölumörkuðum

Tungumál EN
Heim
28. apríl 2017

Í gær sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) eftirfarandi drög að ákvörðunum til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA:

  • Endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir koparheimtaugar (markaður 4/2008).
  • Endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir bitastraumsaðgang (markaður 5/2008)
  • Endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir lúkningarhluta leigulína (markaður 6/2008)

PFS hefur yfirfarið kostnaðarlíkön Mílu á þessum þremur mörkuðum og hafa líkönin tekið nokkrum breytingum frá því þau voru upphaflega lögð fram, bæði vegna athugasemda stofnunarinnar og hagsmunaaðila. Niðurstaðan úr kostnaðarlíkönunum sem birt eru í drögunum og PFS hyggst samþykkja, byggja á upplýsingum frá Mílu vegna rekstrarársins 2016.

Hagsmunaaðilar hafa fengið tækifæri til að tjá sig um ákvörðunardrög PFS, nú síðast í samráði vegna nýjustu uppfærslu Mílu á kostnaðarlíkönunum í mars sl. PFS vísar í ákvörðunardrögin og viðauka þeirra varðandi forsendur og niðurstöður stofnunarinnar.

Ákvarðanadrögin eru nú send til ESA og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu til samráðs með vísan til 7. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun og 7. gr. rammatilskipunar ESB nr. 2002/21/EB. Umræddir aðilar hafa einn mánuð til að setja fram athugasemdir við drögin. Eftir það getur PFS formlega tekið ákvarðanir nema fram komi óskir frá ESA um að PFS dragi drögin til baka. Ekki er gert ráð fyrir því að innlendir hagsmunaaðilar geri athugasemdir við ákvarðanadrögin að þessu sinni.

Eftirfarandi drög að ákvörðunum PFS ásamt viðaukum voru send ESA:

Skjölin á íslensku (pdf skjöl):

Markaður 4/2008:

Markaður 5/2008:

Markaður 6/2008:

Skjölin á ensku (pdf skjöl):

Market 4/2008:

Market 5/2008:

Market 6/2008:

 

 

Til baka