Póst- og fjarskiptastofnun auglýsir nú uppboð á tíðniheimildum á fjórum tíðnisviðum, 700 MHz, 800 MHz, 2100 MHz og 2600 MHz. Um er að ræða alls tólf tíðniheimildir sem ætlaðar eru fyrir háhraða farnetsþjónustu.
PFS tilkynnti þann 11. október 2016 að uppboð á tíðniheimildum fyrir háhraða farnetsþjónustu væri fyrirhugað og birti drög að uppboðsskilmálum til umsagnar. Eftir að samráði um drög að skilmálum lauk uppfærði PFS skilmála með tilliti til framkominna athugasemda. Auk þess var í uppfærðum drögum gert ráð fyrir að boðnar yrðu upp tíðnir á 800 MHz tíðnisviðinu sem fyrri rétthafi skilaði til PFS í febrúar 2017. PFS efndi til samráðs um uppfærða skilmála þann 23. mars 2017. Niðurstöður úr því samráði liggja nú fyrir og skilmálar hafa verið uppfærðir í samræmi við niðurstöður PFS.
Þær tíðniheimildir sem boðnar verða upp eru eftirfarandi:
Númer |
Stærð |
Tíðnisvið |
Gildistími |
Lágmarksboð |
A 700 |
2x10 MHz |
713-723 / 768-778 MHz |
15 ár |
35 milljónir kr. |
B 700 |
2x10 MHz |
723-733 / 778-788 MHz |
15 ár |
35 milljónir kr. |
C2 800 |
2x5 MHz |
791-796/832-837 MHz |
15 ár |
17,5 milljónir |
D2 800 |
2x5 MHz |
796-801/837-842 MHz |
15 ár |
17,5 milljónir |
E 2100 |
2x5 MHz |
1935 - 1940/ 2125 - 2130 MHz |
5 ár |
5,5 milljónir kr. |
F 2100 |
2x5 MHz |
1970 - 1975/ 2160 - 2165 MHz |
5 ár |
5,5 milljónir kr. |
G 2100 |
2x5 MHz |
1975 - 1980/ 2165 - 2170 MHz |
5 ár |
5,5 milljónir kr. |
H 2600 |
2x20 MHz |
2500 - 2520 / 2620 - 2640 MHz |
15 ár |
10 milljónir kr. |
I2600 |
2x20 MHz |
2520 - 2540 / 2640 - 2660 MHz |
15 ár |
10 milljónir kr. |
J 2600 |
2x10 MHz |
2540 - 2550 / 2660 - 2670 MHz |
15 ár |
5 milljónir kr. |
K2600 |
2x10 MHz |
2550 - 2560 /2670 - 2680 MHz |
15 ár |
5 milljónir kr. |
L2600 |
2x10 MHz |
2560 - 2570 / 2680 - 2690 MHz |
15 ár |
5 milljónir kr. |
Umrædd tíðnisvið skal nýta fyrir háhraða farnetsþjónustur, en eru að öðru leyti tæknilega hlutlaus. Tíðniheimildir á 700 MHz og 800 MHz tíðnisviðinu verða bundnar ákveðnum skilyrðum um uppbyggingu og útbreiðslu þjónustu.
Þeir aðilar sem hyggjast taka þátt í uppboðinu skulu skila inn útfylltu þátttökublaði, kvittun fyrir greiðslu þátttökugjalds og öðrum skráningargögnum samkvæmt skilmálum uppboðsins, til Póst- og fjarskiptastofnunar, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík, fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 2. maí 2017.
Lágmarks þátttökugjald sem greiða þarf áður en sótt er um þátttöku er kr. 2.000.000,-, en komið getur til greiðslu frekara þátttökugjalds sem ræðst af fjölda þátttakenda, sbr. skilmála uppboðs.
PFS mun tilkynna aðilum sem óska þátttöku ákvörðun sína um hvort viðkomandi verði heimilt að taka þátt í uppboðinu 8. maí 2017.
Mun tíðniuppboðið fara fram rafrænt og hefst það á rafrænu uppboðssvæði PFS mánudaginn 22. maí nk. kl. 10:00.
Skjöl vegna uppboðsins:
Skilmálar tíðniuppboðs (pdf)
Viðauki 1 – Skráningareyðublað (odt) - Skráningareyðublað (doc)
Viðauki 2 – Skýrsla Mannvits um greiningu sendastaða utan byggða (pdf)
Viðauki 3 - Leiðbeiningar BEREC um innleiðingu á reglum um nethlutleysi (pdf)
Viðauki 4 - Reglugerð nr. 2015/2120/EB um ráðstafanir varðandi opinn Netaðgang (pdf)
Frétt um samráð 23. mars 2017 ásamt niðurstöðum úr fyrra samráði 11. október 2016
Niðurstöður úr seinna samráði 23. mars 2017:
Niðurstöður PFS (pdf)
Umsögn Nova (pdf)
Umsögn Símans (pdf)
Umsögn Vodafone (pdf)