Hoppa yfir valmynd

Samráð um úthlutun tíðna fyrir hljóðvarp - FM og DAB

Tungumál EN
Heim
7. apríl 2017

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur ákveðið að efna til samráðs um úthlutun á FM tíðnum fyrir hljóðvarpsútsendingar á höfuðborgarsvæðinu og kanna um leið áhuga á tíðnum til DAB hljóðvarpsútsendinga.

Óskað er eftir að aðilar sem hafa áhuga á úthlutun tíðna til ofangreindra nota sendi inn viljayfirlýsingar þess efnis ásamt greinargerðum.

Stofnunin hyggst einnig, síðar á þessu ári, efna til samráðs um fleiri atriði er varða hljóðvarp og dreifingu þess. Verður þar m.a. rætt um aðstöðu fyrir FM-senda á höfuðborgarsvæðinu, stefnumótun vegna DAB (e. Digital Audio Broadcasting), notkun Internetsins sem dreifingarmiðils, valkosti um tæknilegar ráðstafanir til að fjölga FM-hljóðvarpsrásum á ljósvakanum á höfuðborgarsvæðinu og önnur sjónarmið sem kunna að koma til skoðunar þegar tekin er ákvörðun um úthlutun á tíðni fyrir hljóðvarp.

Senda skal athugasemdir og svör við spurningum stofnunarinnar sem og, eftir atvikum, viljayfirlýsingar og greinargerðir aðila, fyrir lok dags 15. maí 2017, til Póst- og fjarskiptastofnunar.

PFS mun birta opinberlega þær athugasemdir og umsagnir sem berast, nema sérstaklega verði óskað trúnaðar og mun þá stofnunin leggja mat á slíka beiðni.

Samráðsskjalið má nálgast á hlekknum hér fyrir neðan:

Samráð Póst- og fjarskiptastofnunar um úthlutun tíðna fyrir hljóðvarp - FM og DAB

Til baka