Hoppa yfir valmynd

Vegna villandi fréttaflutnings af tíðnimálum Útvarps Sögu

Tungumál EN
Heim
24. nóvember 2016

Vegna umræðu og fréttaflutnings undanfarið af tíðnimálum Útvarps Sögu vill Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) ítreka eftirfarandi staðreyndir í málinu:

  • Útvarp Saga er með heimild til að nota tíðnina 99,4 MHz á höfuðborgarsvæðinu.

  • Ekki er verið að svipta Útvarp Sögu tíðninni 102,1 MHz enda hefur stöðin aldrei haft heimild til að nota hana nema til prófana. Í maí 2015 fékk Útvarp Saga leyfi til að prófa þessa tíðni tímabundið og sá tími er löngu liðinn.

  • FM tíðnir eru takmörkuð auðlind. Þess vegna fær hver dagskrá einungis eina tíðni á sama svæði. Þannig hefur það verið sl. 18 ár og Útvarp Saga er ekki fyrsta útvarpsstöðin sem er neitað um að hafa tvær tíðnir á sama svæði.

  • Útvarpi Sögu hefur staðið til boða að skipta um tíðni ef tíðnin 102,1 MHz er talin henta betur en 99,4 MHz. Það boð stendur enn.

  • Í júní sl. var Útvarpi Sögu tilkynnt um fyrirhugaða ákvörðun PFS um að stöðinni yrði ekki heimilt að nota tvær tíðnir á höfuðborgarsvæðinu. Var stöðinni gefinn kostur á að gera athugasemdir við þá fyrirhuguðu niðurstöðu. Engin svör bárust frá Útvarpi Sögu.

  • Skv. ákvörðun PFS nr. 15/2016  frá 25. október sl., stóð til að grípa til viðeigandi aðgerða í lok nóvember vegna óheimillar notkunar stöðvarinnar á tíðninni 102,1 MHz. Í framhaldi af erindi útvarpsstjóra Útvarps Sögu féllst PFS þann 15. nóvember sl. á að fresta því að grípa til ráðstafana s.s. dagsekta vegna óheimillar notkunar á tíðninni 102,1 MHz til 20. desember nk.

 Sjá nánar um málið í frétt okkar hér á vefnum frá 27. október sl. þar sem fjallað er um fyrrnefnda ákvörðun. 

 

 

 

Til baka