Hoppa yfir valmynd

Útburður póstsendinga vegna atkvæðagreiðslu um kjarasamninga á milli ASÍ og SA í samræmi við ákvæði laga um póstþjónustu

Tungumál EN
Heim
23. nóvember 2016

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 18/2016, um framkvæmd útburðar Íslandspósts (ÍSP), vegna kosninga um hvort félagsmenn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) samþykktu kjarasamning sem gerður hafði verið við Samtök atvinnulífsins (SA).

Í málinu hélt ASÍ því m.a. fram að ÍSP hafi borið að bera út póstsendingar í samræmi við utanáskrift eða skráð lögheimili viðtakanda. ÍSP hafði hins vegar endursent til ASÍ rúmlega 3000 bréf af um 75.000. Ástæða endursendingarinnar var að ÍSP hafði upplýsingar um að viðkomandi aðilar byggju ekki lengur á umræddum heimilisföngum og byggði fyrirtækið þær upplýsingar m.a. á upplýsingum úr svokölluðum póstfangagrunni, þar sem fyrirtækið heldur utan um staðsetningu íbúa landsins í því skyni að auðvelda útburð og gera hann skilvirkari.

Í ákvörðuninni kemst PFS að þeirri niðurstöðu að framkvæmd ÍSP hafi verið í samræmi við ákvæði 4 mgr. 31. gr. laga um póstþjónustu, þar sem kveðið er á um hvert afhenda skuli póstsendingar. Einnig telur stofnunin að framkvæmd ÍSP hafir verið í samræmi við 1. mgr. 32. gr. laganna, þar sem kveðið er á um að póstrekendur skuli gera allar eðlilegar ráðstafanir til að koma póstsendingum til skila og að endursenda skuli póstsendingar vegna rangs eða ónógs heimilisfangs

Jafnframt var það niðurstaða stofnunarinnar að starfræksla póstfangagrunns fæli í sér vinnslu persónuupplýsinga sem heyrði undir Persónuvernd.

Þá var ekki fallist á kröfu ASÍ um að samtökin ættu rétt á endurgreiðslu vegna þeirra póstsendinga sem komust ekki til skila, né ætti félagið rétt á skaðabótum vegna framkvæmdar ÍSP.

Sjá nánar í ákvörðuninni sjálfri: 

Ákvörðun PFS nr. 18/2016 - Framkvæmd útburðar Íslandspósts ohf. á póstsendingum vegna atkvæðagreiðslu um kjarasamning ASÍ og SATil baka