Hoppa yfir valmynd

Samráð við ESA um drög að ákvörðunum vegna greininga á mörkuðum fyrir talsímaþjónustu.

Tungumál EN
Heim
22. nóvember 2016

Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) tvenn drög að ákvörðununum til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Annars vegar er um að ræða drög að ákvörðun um markaðsgreiningu á heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í föstum almennum talsímanetum, markaður nr. 1/2016. Hins vegar er um að ræða drög að ákvörðun um markaðsgreiningu á smásölumarkaði fyrir aðgang að fasta almenna talsímanetinu (Markaður 1/2008) og heildsölumarkaði fyrir upphaf símtala í fasta almenna talsímanetinu (Markaður 2/2008).

Heildsölumarkaður fyrir lúkningu símtala var síðast greindur með ákvörðun PFS nr. 36/2012 þar sem Síminn, Vodafone, Nova, Hringdu og Símafélagið voru útnefnd sem fyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk á markaði fyrir lúkningu símtala (þá tilgreindur sem markaður 3/2008) í eigin talsímanetum félaganna og lagðar voru viðeigandi kvaðir á þau.

PFS hyggst nú útnefna Símann, Vodafone, Nova, Hringdu, Símafélagið og Tismi sem fyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk á viðkomandi markaði fyrir lúkningu símtala í föstum talsímanetum og viðeigandi kvaðir lagðar á þau, þ.m.t. kvöð um aðgang, jafnræði og eftirlit með gjaldskrá. PFS hyggst aflétta af Símanum kvöð um opinbera birtingu viðmiðunartilboðs og aflétta kvöð um bókhaldslega aðgreiningu af Símanum og Vodafone.

Heildsölumarkaður fyrir upphaf símtala var síðast greindur með sömu fyrrnefndu ákvörðun PFS nr. 36/2012. Þá var Síminn útnefndur sem fyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk. Nú hyggst PFS aflétta kvöðum af Símanum þar sem viðkomandi markaður uppfyllir ekki lengur skilyrði fyrir útnefningu aðila með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða, þar sem ekki eru lengur fyrir hendi verulegar aðgangshindranir á viðkomandi markaði.

Smásölumarkaður fyrir aðgang að fasta almenna talsímanetinu, var síðast greindur með ákvörðun PFS nr. 8/2013 þar sem Síminn var útnefndur sem fyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk. Nú hyggst PFS aflétta kvöðum af Símanum þar sem viðkomandi markaður uppfyllir ekki lengur skilyrði fyrir útnefningu aðila með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða, þar sem ekki eru lengur fyrir hendi verulegar aðgangshindranir á viðkomandi markaði.

Efnt var til innanlandssamráðs um drög PFS að greiningu á ofangreindum mörkuðum, markaður 1/2016 var greindur sérstaklega og markaðir 1/2008 og 2/2008 voru greindir saman. Samráð um drög að greiningunum stóð frá í annarri viku nóvember sl. í fjórar vikur til annarrar viku desember sl. Athugasemdir bárust frá Samkeppniseftirlitinu.

Ákvörðunardrögin eru nú send til ESA og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu til samráðs með vísan til 7. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun og 7. gr. rammatilskipunar ESB nr. 2002/21/EB. Umræddir aðilar hafa einn mánuð til að setja fram athugasemdir við ákvörðunardrögin. Eftir það getur PFS formlega tekið ákvörðun nema fram komi óskir frá ESA um að PFS dragi ákvörðunardrögin til baka. Ekki er gert ráð fyrir því að innlendir hagsmunaaðilar geri athugasemdir við ákvörðunardrögin að þessu sinni.

Eftirfarandi drög að ákvörðunum PFS voru send ESA (skjölin eru birt hér bæði á ensku og íslensku):

Markaður 1/2016:

Skjölin á íslensku:

Markaðir 1/2008 og 2/2008:

Skjölin á íslensku:

 

 

 

Til baka