Hoppa yfir valmynd

Netöryggisæfing með innlendum aðilum haldin í dag

Tungumál EN
Heim
22. nóvember 2016

Í dag stóð netöryggissveitin CERT-ÍS fyrir netöryggisæfingu með þeim innlendu aðilum sem falla undir þjónustuhóp sveitarinnar í samræmi við ákvæði fjarskiptalaga. Þar er um að ræða bæði netþjónustu- og hýsingaraðila.

Á æfingunni voru sviðsett og æfð viðbrögð við mjög alvarlegum öryggisatvikum af ýmsu tagi sem upp geta komið í mikilvægum netinnviðum hérlendis.

Markmið æfingarinnar var að efla samhæfingu og samvinnu milli aðila, þróa upplýsingaskipti og tilkynningar og slípa til tengiliðalista, verkferla og viðbragðsáætlanir.

 

 

 

Til baka